Fréttir

Lokaleikur upp á líf og dauða

Körfubolti | 17.03.2016

Lið KFÍ veturinn 2015-2016. Efri röð frá vinstri: Stígur Berg Sophusson, Pance Ilievski, Nökkvi Harðarson, Birgir Björn Pétursson, Jóhann Jakob Friðriksson, Florijan Jovanov, Kjartan Helgi Steinþórsson, Helgi Hrafn Ólafsson. Neðri röð f.v.: Hákon Ari Halldrósson, Daníel Þór Midgley, Daníel Freyr Friðriksson, Rúnar Ingi Guðmundsson, Gunnlagur Gunnlaugsson fyrirliði, Sturla Stígsson og Nebojsa Knezevic. Ljósmynd: Benedikt Hermannsson, sportmyndir.com.
Lið KFÍ veturinn 2015-2016. Efri röð frá vinstri: Stígur Berg Sophusson, Pance Ilievski, Nökkvi Harðarson, Birgir Björn Pétursson, Jóhann Jakob Friðriksson, Florijan Jovanov, Kjartan Helgi Steinþórsson, Helgi Hrafn Ólafsson. Neðri röð f.v.: Hákon Ari Halldrósson, Daníel Þór Midgley, Daníel Freyr Friðriksson, Rúnar Ingi Guðmundsson, Gunnlagur Gunnlaugsson fyrirliði, Sturla Stígsson og Nebojsa Knezevic. Ljósmynd: Benedikt Hermannsson, sportmyndir.com.

Síðasti leikur KFÍ á þessu keppnistímabili er sannkallaður stórleikur upp á líf eða dauða í 1. Deild gegn Ármanni. Það er kannski við hæfi því þetta sé mikilvægur leikur því þetta er jafnframt í allra síðasta sinn sem meistaraflokkur leikur undir merkjum Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar. En eins og alþjóð veit teflum við á næsta keppnistímabili fram liði undir merkjum hins nýstofnaða fjölgreinafélags Vestra.

Leikurinn mun skera úr um hvort það verður hlutskipti KFÍ (Vestra) eða Ármanns að falla niður í 2. deild ásmat Reyni Sandgerði. Liðin mætust hér á Ísafirði í haust og var sá leikur jafn og spennandi þótt KFÍ hafi að lokum landað 8 stiga sigri. Ármenningar eru með marga vel spilandi leikmenn sem kunna íþróttina vel. Meðal þeirra er Guðni Páll Guðnason fyrrum KFÍ maður og sonur annars núverandi þjálfara KFÍ liðsins Guðna Ó. Guðnasonar. Hér er því ekki aðeins um að ræða lokaleik undir merkjum KFÍ upp á líf og dauða í 1. deild, heldur aukin heldur feðgaslagur.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla Ísfirðinga og Vestfirðinga sem staddir verða í höfuðborginni, bæði brottflutta og þá sem eru í skottúr, að kíkja í Íþróttahús Kennaraskólans og hvetja okkar menn áfram. Leikurinn hefst kl. 20:00. Þetta er síðasta tækifærið til að öskra: Áfram KFÍ!

Deila