Fréttir

Loks eru tveir erlendir leikmenn utan Evrópu leyfðir

Körfubolti | 08.05.2011
Það urðu miklar breytingar í körfuboltanum hér á landi eftir þin KKÍ á Sauðárkrók um helgina. Þar voru KFÍ á kafi í þingstörfum og létu mikið til sín taka. Þingfulltrúar voru Hermann. Ó. Hermannsson, Guðjón M. Þorsteinsson og Helgi Sigmundsson sem var svo formaður fjárhagsnefndar á þinginu. Helstu breytingar sem urðu eru að tveir Bandaríkjamenn verða leyfðir og þá verður leiki fjórföld umferð í Iceland Express-deild kvenna.

Annars var þetta ákveðið.
 
Ekki verður fjölgað leikjum í Iceland Express-deild karla
Ekki verður fjölgað liðum í 1. deild karla (tillaga felld eftir góðar umræður, en þessi tillaga kom frá Sævari Óskarssyni formanni KFÍ)
 
Breytingar verða á Lengjubikar karla (Deildarbikar
Breytingar verða á Lengjubikar kvenna (Deildarbikar)
 
Fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að takmarka fjölda útlendinga í deildarkeppni meistaraflokka karla og kvenna. Miklar umræður voru um kosti og galla þess að takmarka þann fjölda útlendinga sem er inná vellinum hverju sinni. Kosið var um tillöguna sem hefur verið nefnd 3+2 en hún snérist um það að þjálfari mætti ekki hafa fleiri en tvo útlendinga inná hverju sinni. Óskað var eftir skriflegri atkvæðagreiðslu um málið sem er sjaldgæft því venjulega er kosið með handauppréttingu. Skrifleg atkvæðagreiðsla er leynileg og að lokinni talningu atkvæða var ljóst að skoðanaskipti þingfulltrúa var töluverð en atkvæðin féllu jöfn 43-43 og þrír seðlar voru auðir. Var tillagan því felld vegna þess að hún fékk ekki meirihluta atkvæða !!! Það var mjög spennandi að vera þarna á svæðinu og var talið fimm sinnum til að enginn vafi yrði á atkvæðagreiðslunni. Það sást á svip manna að enginn af þeim sem vildu takmarka fjöldann átti von á þessu, og ekki heldur hinir sem vildu óbreytt ástand.
 
Í kjölfarið á þessu var greitt atkvæði um tillögu þess efnis að leyfa tvo erlenda leikmenn í hverju liði. Það þýðir að lið mega ráða til sín tvo bandaríska leikmenn og tefla þeim fram í sama leik, en áður var það óheimilt og aðeins mátti hafa einn bandarískan leikmann í liðinu. Var þessi tillaga samþykkt með góðum meirihluta atkvæða og þótti mönnum þetta einnig mjög undarlegt í ljósi þess hvenig atkvæðagreiðslan um 3+2 tillagan fór. En við hér heima teljum þetta framfaraskref. Það er mun betra að fá tvo kana til félaganna og erum við á því að þetta verði til þess að félög fari að dæmi Hauka sem sýndu að tveir kanar (þó að annar væri með evróskt ríkisfang) er góð leið, en svo er hin leiðin fær fyrir þá sem þurfa að fylla upp í leikmannahóp sinn..
 
Gerðar voru breytingar á Lengjubikar karla og kvenna og verða bæði mót með breyttu sniði næsta vetur. Í Lengjubikar karla verður keppnin með 16 liðum, öllum liðum efstu deildar ásamt fjórum liðum úr 1. deild. Verður liðunum skipt í styrkleikaflokka, fjögur lið í hverjum styrkleikaflokki. Dregið verður í riðla og leikið fyrir áramót með úrslitum hinna fjögurra fræknu. Leikirnir verða eftir að Íslandsmótið hefst. Þetta þýðir að leikjum liða í 1. deils mun fjölga sem er fagnaðarefni.
 
Tillaga þess efnis að fella niður reglugerð um sameiginleg lið fékk ekki brautargengi og því stendur hún, enda töldum við að þessi tillaga hefði verið hamlandi fyrir fámennari byggðarlög sem vilja taka þátt í flokkum á mótum en hafa ekki nægan mannskap.
 
Tillaga þess efnis að taka upp 3-dómara kerfi í Iceland Express-deild karla var felld, en það þótti samt undarlegt að ekki var vilji frá dómurum að hafa þetta fyrirkomulag eftir 16. umferð og taka þannig skref í átt að ágætis kerfi sem er komið víðsvegar um Evrópu.
Deila