Nú eru strákarnir í GE group sem sjá um útsendingum frá Jakanum að gera sig klára. Búnaður verður endurnýjaður og eru margar nýjungar á dagskrá sem verða kynntar á næstu vikum. Jakob Einar Úlfarsson tæknimaður hjá GE vildi lítið gefa út um hverju yrði bætt við en sagði þó að stefnan yrði sett á að vera með bestu umgjörðina af þeim sem senda út frá leikjum í körfunni. Það er alltaf metnaður hjá okkur hjá í GE group, og við viljum bæta við og gera betur. Stefnan er sett á að sýna frá öllum leikjum KFÍ í meistaraflokkum karla og kvenna og einnig yngri flokkum.
Deila