Fréttir

Margt gott þrátt fyrir stórt tap gegn Íslandsmeisturunum

Körfubolti | 23.11.2013
Mirko var frábær í leiknum
Mirko var frábær í leiknum

Það er furðulegt að segja og enn einkennilegra að skrifa en margt jákvætt er hægt að taka frá þessum leik sem gott er þrátt fyrir stórt tap. Lokatölur 94-122.

 

Biggi þjálfari leyfði öllum að spreyta sig og tíu leikmenn KFÍ léku meira en níu mínútur í leiknum og fengu flotta reynslu gegn feykisterku liði Grindavíkur. Í stuttu máli spiluðu strákanir á pari við gestina meiri hluta leiksins, en svo dró í sundur og vó reynsla gestana þar þungt.

 

Meira verður skirfað um leikinn á karfan.is seinna í kvöld og er hægt að lesa meira þar. Það er þó skoðun okkar hér á kfi.is að Jason fái ekki mikið fyrir sinn snúð og er stundum full langt gengið að stoppa hann í leik sínum. það hafði ekkert með úrslit leiksins að gera, en þetta er bagalegt og tekur af honum greinlega. 

 

Mirko átti enn einn stórleikinn og var með 34 stig og 11 fráköst og Jason var með  24 stig og 8 stoðsendingar. Við söknuðum einnig Gústa mikið en hann er í því núna að taka á móti körfubolta erfingja og sendum við góða strauma til þeirra.

 

Það fá allir í liðinu stórt klapp frá okkur fyrir að berjast vel og með tímanum munu svona leikir gefa félaginu mikið. Það á að taka það góða með sér úr leik sem þessum og læra af hinu, því til þess að verða betri þurfa menn að gera mistök. Og það er ekki dónalegt að fá 94 í framlag þrátt fyrir að tapa stórt. Menn eru þó að berjast og það vel!

 

Áfram KFÍ

Deila