Fréttir

Markmiðum helgarinnar náð hjá stúlknaflokki

Körfubolti | 21.03.2011 Stelpurnar í stúlknaflokki lögðu land undir fót og skelltu sér til Akranesa um helgina. Þar tóku þær þátt í síðasta fjölliðamóti vetrarins þetta árið. Markmið var að koma sér upp um riðill og hafðist það þrátt fyrir þó nokkuð strögl á sunnudeginum.

Á laugardeginum gekk vel og spiluðu stelpurnar flottan bolta sem gáfu okkur tvo góða sigra á móti ÍA og Tindastól. Sýndu stelpurnar á köflum virkilega flott spil sem gaf góðar körfur. Á móti ÍA dreyfðist skorið vel og tóku allar þátt í leiknum sem endaði 62-29. Vera var stigahæðst með 16 stig, Eva var með 11, Sunna 10, Lilja 8, Marelle 6, Lovísa 4, Rósa 4, og Linda 3 stig. En þess má geta að Linda er að spilaði upp fyrir sig um 5 ár, hún er í raun og veru í mb.11 ára.

Seinni leikurinn á móti Tindasóll var einnig nokkuð góður og lögðu stelpurnar grunn að góðum sigri strax í fyrsta leikhluta. Leiknum lauk síðan 51-28 fyrir okkur. Stigaskorið var á þá leið að Eva skoraði 21, Vera 12, Sunna 6, Marelle 5, Lovísa 3, Rósa 2 og Sigrún 2.

Á sunnudeginum voru okkar stelpur eitthvað þreyttari sem gerði það að verkum að hittnin var undir lágmarki og krafturinn var ansi lítill til þess að klára leikina eins og getan segir til um. Fyrri leikurinn var á móti Tindastóll. Leikurinn byrjaði vel hjá okkur og náðum við góðu forskoti í fyrsta leikhluta 22-9. En Tindastóll var hreint ekki á því að gefast upp og kom sér inn í leikinn um miðjan annan leikhluta og jafnaði síðan leikinn í lok fjórða leikhluta sem gaf þeim framlengingu. En okkar stelpur sýndu seiglu sem gaf okkur þriggja stiga sigur 41-38. Stigaskorið var á þá leið Eva 13, Vera 11, Marelle 6, Sunna 5, Sigrún 4, og Lilja 2.

Síðasti leikurinn þessa helgi var síðan á móti ÍA og unnum við hann 54-47. Þarna voru fæturnir orðnir ansi þungir, Sigrún og Rósa voru orðnar óleikfærar og ekki má gleyma að við spiluðum án Guðlaugar alla helgina (fyrir utan örfára mínútur á sunnudeginum) þar sem hún meiddist helgina áður í leik með meistarflokk. Reyndum við að fara sparlega með hinar þar sem spennandi helgi er framundan hjá 9.flokki  hér heima næstu helgi. En eins og áður segir náðum við markmiðum okkar sem var að fara í B-riðill, stelpurnar ætla núna að taka rólega viku og hefja síðan undirbúning fyrir næsta ár strax í næstu viku. Deila