Fréttir

Marko fer á Skagann

Körfubolti | 16.11.2022

Marko Jurica hefur ákveðið að söðla um og er að skipta yfir í ÍA sem spilar í fyrstu deildinni.

Marko gekk til liðs við Vestra haustið 2021 og var einn best leikmaður liðsins í Subway-deildinni um tímabilið en hann var með 14.5 stig, 4,7 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Í vetur hefur hann átt hvern stórleikinn á fætur öðrum og iðulega skorað yfir 40 stig í leik.

Við erum þakklát fyrir veru hans hjá okkur og óskum honum velfarnaðar hjá ÍA. Þetta er mikill missir fyrir liðið en nú er tækifæri fyrir yngri leikmenn að stíga upp.

Deila