Fréttir

Marko og Craig meiddir

Körfubolti | 09.03.2011
Craig er íþróttamaður ársins hjá KFÍ og ekki að ósekju
Craig er íþróttamaður ársins hjá KFÍ og ekki að ósekju
Glöggir körfuboltaunnendur hafa tekið eftir því að Marko hefur ekki beint náð sér á flug undanfarna leiki, en það er vegna þrálátra bakmeiðsla en kappinn hefur reynt að spila sig í gegn um það án árangurs og verður hann ekki með gegn Haukum í lokaleik okkar í IE á morgun.

Og áföllin stöðvast ekki þar því okkar besti leikmaður Craig Schoen varð fyrir því á æfingu í gær að puttabrotna og verður hann því heldur ekki með gegn Haukum. Hann var nú samt að reyna gera lítið úr þessu og sagðist geta spilað vörn, en svona er þessi litli baráttujaxl innrættur alltaf fyrir liðið sitt fram í það síðasta. En þetta eru lúmsk meiðsli og tekur 6 vikur að ná sér áður en hann getur æft.

Báðir þessir drengir eru  mjög daprir yfir þessu, en svona er körfuboltinn og nú verða menn að stiga upp. KFÍ er ekkert hættir þrátt fyrir að vera fallnir og verður fróðlegt að sjá hvernig aðrir í liðinu bregðast við þessu. Deila