Fréttir

Martha með jóga fyrir krakkana

Körfubolti | 09.06.2012
Martha að hefja lesturinn
Martha að hefja lesturinn
1 af 2

Þegar Martha tók fyrst þátt í æfingabúðum KFÍ og sagði krökkunum sem tóku þátt að hún ætlaði sér að vera með jógatíma, þá mátti heyra stunur og fliss. Núna er annar tími og sjálfur Jón Arnór Stefánsson sjálfur okkur og krökkunum að þetta væri nauðsynlegur partur af æfingaferlinu. Við vissum það mjög vel því að vélin (líkaminn) þarnast viðhalds og hvíld og andleg fræði eru partur af því að geta orðið góðum íþróttamaður. Krakkarnir  hlustuðu vel og tóku virkan þátt í æfingunum og var einbeitingin til mikillar fyrirmyndar.

 

Deila