Fréttir

Meistaraflokkur Kvenna KFÍ

Körfubolti | 09.08.2010
Sólveig Pálsdóttir og Helga Salóme Ingimarsdóttir í baráttunni.
Sólveig Pálsdóttir og Helga Salóme Ingimarsdóttir í baráttunni.

KFÍ mun eftir nokkurra ára hlé senda til keppni meistaraflokk kvenna. Liðið mun leika í 2. deild kvenna og munu kunn andlit úr fyrri meistaraflokkum kvenna ásamt ungum og efnilegum stúlkum úr yngri flokkum KFÍ skipa liðið. Þjálfari liðsins verður  Panche Ilievski.

 

Síðast var meistaraflokkur kvenna hjá félaginu árið 2005. Þá endaði liðið í þriðja sæti í deildinni og var þjálfari liðsins Tom Hull. Hlekkur á tölfræði liðsins árið 2005 er að finna hér og stöðuna í deildinni það árið er að finna hér.

 

Það var mikil hefð fyrir kvennakörfunni hjá KFÍ á árunum 1995-2005  og var stemmingin sem skapaðist í kringum leiki liðsins gríðarlega góð. Það er von KFÍ að slík stemming myndist á ný.

 

KFÍ fagnar þessari endurvakningu í kvennakörfunni og lítur á þetta sem mikilvægan hlekk í að auka það félagsstarf sem er í boði á vegum KFÍ. Frekari frétta um liðsskipan er að vænta fljótlega.

Deila