Fréttir

Meistaraflokkur karla á leið suður

Körfubolti | 23.09.2011
KFÍ drengirnir að plana átök vetrarins
KFÍ drengirnir að plana átök vetrarins

Meistaraflokkur karla er á suðurleið og mun spila tvo æfingaleiki. Sá fyrri er gegn Borgarnesi í kvöld 23. sept. og hefst kl. 19.00. Sá síðari er gegn Hamar í Hveragerði og er á morgun 24. sept. og hefst kl. 13.00.

 

Við skorum á sem flesta aðfutta Vestfirðinga að koma og sjá drengina okkar. Núna er undirbúningur á fullu og er þetta liður í að sjá hvar við stöndum í ferlinu. 

 

Nú fer að koma að byrjun móts en aðeins eru þrjár vikur eru í mót og er spenna í öllum flokkum, en Pétur Már er með 9. flokka í mótum vetrarins og verður því nóg að gera hjá KFÍ.

Deila