Nú er stór stund hjá mfl. kvenna er þær byrja Íslandsmótið í 1.deild með leik gegn Grindavík. Það er mikil spenna hjá stelpunum og reyndar félaginu öllu. Pétur Már er kominn í bílstjórasætið og hlakkar til verkefnisins. Við skorum á alla að koma og sjá leikinn á morgun, en hann byrjar kl. 14.30 og svo er seinni leikurinn gegn Grindavík á sunnudag kl. 13.00.
Einnig eru strákarnir í 10.flokk að hefja keppni á Íslandsmótinu og leika þeir gegn Snæfell og Grindavík íþróttahúsinu í Bolungarvík. ÍR átti einnig að vera með, en sáu sér ekki fært að koma. Þess vegna eru leikirnir færðir til og hefjast leikar kl. 13.00
Áfram KFÍ
Deila