Fréttir

Mikið að gera hjá KFÍ um næstu helgi

Körfubolti | 28.01.2013
,,on the road again
,,on the road again"

Það er óhætt að segja að við hjá KFÍ verðum upptekin um næstu helgi. Mfl.karla verður fyrst með heimaleik gegn Tindastól á föstudagskvöld, unglingaflokkur KFÍ keppir strax að þeim leik loknum við unglingaflokk gestanna og síðan verður allt brjálað.

8.flokkur stúlkna fer í Stykkishólm. 8.fl.drengja fer til Reykjavíkur, 11.fl.drengja fer í Borgarnes, KFÍ-b tekur á móti Keflavík, og stúlknaflokkur er síðan með fjölliðamót hér heima á Jakanum og einnig hjá vinum okkar í Bolungarvík.

 

Það er því um stóra helgi að ræða og allir sem hendur geta sett á stýri munu verða á keyrslu með gullmolana okkar allt frá skutli hér heima í hérðaði og suður til Reykjavíkur.

 

Við munum greina nánar frá tímasetningum og annað um miðja vikuna.

Deila