Fréttir

Mikið fjör á páskaeggjamóti KFÍ og Nóa Síríusar

Körfubolti | 05.04.2012
Þeir gátu ekki beðið að rífa í sig eggið
Þeir gátu ekki beðið að rífa í sig eggið
1 af 6

Það var hlegið, grátið, kysst á bágtið, fagnað, farið í fílu, ýtt, dottið fyrir utan allt þetta klassíska sem gert er í körfuboltanum í dag. Mjög vel var mætt og skemmtu allir sér mjög vel. Og það sýndi sig í dag að fullorðnir eru og verða alltaf börn þegar kemur að því að leika sér.

 

Keppt var í mörgum aldursflokkum og hér eru sigurvegarar hvers fyrir sig, en hefð er fyrir að hafa nöfn á liðunum og er ýmindunaraflið á "overdrive" þar.

 

Flokkur 9-10 ára sigurvegarar. 

"Þrumuguðirnir" Hugi Hilmarsson og Þorleifur Ingólfsson.

Flokkur 11-12 ára drengja sigurvegarar. 

"Boston-Bulls" Haukur Rafn Jakobsson og Lazar Dragojlovic.

Flokkur 11-12 ára stúlkna sigurvegarar. 

"Gaui er bestur" Linda Kristjánsdóttir og Hekla Hallgrímsdóttir.

Flokkur 13-15 ára drengja sigurvegarar.

 "Höfðingarnir" Andri Már Skjaldarson og Haukur Hreinsson.

Flokkur 13-15 ára stúlkna sigurvegarar. 

 "The Girls" Eva Kristjánsdóttir og Kristín Úlfarsdóttir.

Flokkur 16+ sigurvegarar

"Blast from the past" Róbert Heimir Halldórsson og Pétur Már Sigurðsson.

 

Allir yngri krakkarnir voru leyst út með páskaeggi frá Nóa Síríusi og sigurvegararnir fengu svo stærri gerðina með sér heim.

 

Í 16  ára og eldri voru flott nöfn á liðunum eins og "veit það ekki", "Big Joe", "Óskum eftir mótspyrnu", 2 Granítharðir", "Hörður", "Team Iceland", "Stjörnulið Steina og Stulla" og síðast en alls ekki síst "Blast from the past" sem innihélt þá Róbert Heimi Halldórsson fyrrum stjórnarmann í KFÍ og þjálfara okkar Pétur Már Sigurðsson, en þeir tveir spiliðu úrslitaleik gegn Leó Sigurðssyni og Jóhanni Frirðikssyni sem spiliðu undir nafninu "Big Joe". Þetta varð alvöru leikur og kom það aðstandendum mótsins á óvart í hve gífurlegu formi Pétur var (NOT), en reynsla þessarra tveggja öðlinga skilaði þeim sigri í lokinn og fengu þeir páskaegg (Mjög lítið) í verðlaun.

 

Áður en hætt var í dag var farið í einn risastóran "Stinger" og varð þar um þrælskemmtilega keppni að ræða þar sem Hugi Hallgrímsson skaut alla út, þar á meðla Seko og Stulla Stígs sem báðir voru frekar fúlir, enda munar um 20 árum á þeim, en svona er boltinn menn eldast misjafnlega vel :)

 

Við viljum þakka Nóa Síríus og Hamraborg kærlega fyrir að taka þátt í þessu með okkur og einnig þökkum við öllum þeim sem hjálpuðu okkur að láta þetta takast svona vel. Siggi Jónasar fær sérstakar þakkir fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur þegar á þarf að halda !

 

Myndirnar tók Jakob Einar Úlfarsson sem tók einnig upp mótið á myndband og setjum við það inn við fyrsta tækifæri :)

 

Myndband frá Páskamótinu á YouTube

 

Gleðilega páska !

Deila