Fréttir

Mikið um að vera hjá KFÍ um helgina

Körfubolti | 06.03.2015
Stelpurnar spila tvo mikilvæga útileiki um helgina.
Stelpurnar spila tvo mikilvæga útileiki um helgina.

Það verður í nógu að snúast hjá leikmönnum KFÍ um helgina á útivöllum sunnan heiða. Karlaliðið leikur tvo útileiki í fyrstu deild. Í kvöld mæta þeir Breiðablik en á sunnudagskvöldið mæta þeir ÍA upp á Skaga. Stelpurnar leika einnig tvo útileiki um helgina en á morgun laugardag mæta þær FSu/Hrunamönnum á Selfossi og á sunnudagskvöldið mæta þær Fjölni að Dalhúsum í Grafarvogi.

 

Auk þess lagði af stað fríður hópur minniboltakrakka, bæði strákar og stelpur, af stað í dag áleiðiðs á Nettómótið sem fram fer í Reykjanesbæ um helgina. 

Deila