Fréttir

Mikil ánægja í körfufjöri

Körfubolti | 09.09.2012
Þjálfararnir klárir
Þjálfararnir klárir
1 af 3

Körfufjör KFÍ fór fram með pompi og prakt á laugardaginn var.

 

Um 60 börn komu og prófuðu körfubolta undir öruggri handleiðslu þjálfara KFÍ.

 

Farið var í gegnum ýmsar æfinar og þrautir og körfubolti spilaður.

 

Það voru síðan þreyttir og ánægðir krakkar sem færðu sig yfir í menntaskóla eftir um tveggja tíma körfufjör.  Þar var boðið upp á pizzur og drykki og fylgst með landsleik Íslendinga og Svertfellinga í körfu og einnig var horft á körfuboltamynd. 

 

Dagurinn tókst mjög vel og gaman að sjá hversu margir komu og prófuðu okkar skemmtilega leik.

 

Fleiri myndir frá deginum er hægt að finna hér.

 

 

 

Deila