Fréttir

Mikilvægur sigur á Ármanni

Körfubolti | 08.01.2016
Nebojsa Knezevic., var besti maður vallarins í kvöld. Hér brýst hann í gegnum vörn Ármenninga í eitt af mörgum skiptum í kvöld.  Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson.
Nebojsa Knezevic., var besti maður vallarins í kvöld. Hér brýst hann í gegnum vörn Ármenninga í eitt af mörgum skiptum í kvöld. Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson.

KFÍ vann mikilvægan sigur á Ármanni í kvöld á Jakanum, 85-77, og lyfti sér þar með naumlega upp úr fallsætinu.

 

KFÍ byrjaði leikinn af krafti og komst í 8-0 strax á annarri mínútu og hélt forystunni nokkuð örugglega framan af fjórðungnum en undir lok hans náðu gestirnir að minnka muninn í fjögur stig. Snemma í öðrum leikhluta jöfnuðu gestirnir svo 28-28 og komust á tímabili yfir. KFÍ náði þó aftur forystu en aldrei afgerandi og því munaði aðeins einu stigi á liðinum í hálfleik 44-43, KFÍ  í vil.

 

Kjartan Helgi  var allt í öllu í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og skoraði megnið af sínum 19 stigum þá.

 

Í síðari hálfleik byrjuðu KFÍ strákar aftur af miklum krafti og náðu 16 stiga forystu, 59-43 en það tók Ármenninga rúmar fjórar mínútur að skora fyrstu stig sín í síðari hálfleik. Upp úr þessu varð leikurinn jafnari en þó hleyptu heimamenn gestunum aldrei mjög nálgæt sér. Nebojsa var lang besti maður vallarins í síðari hálfleik en einnig kom Birgir Björn sterkur inn í sóknarleikinn í hálfleiknum.

 

Verðskuldaður og langþráður sigur staðreynd, KFÍ 85, Ármann 77.

 

Nebojsa var besti maður vallarins og stigahæstur heimamann með 32 sti, 5 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 4 fráköst. Næstur kom Kjartan Helgi með 19 stig og 7 fráköst. Pance skoraði 14 stig og tók 3 fráköst. Birgir Björn skoraði 9 stig og tók 11 fráköst en aðrir voru með minna.

 

Hjá gestunum var Elvar Steinn Traustason stighæstur með 21 stig en næstur kom Guðni Sumarliðason með 18 stig.

 

Ítarlega tölfræði úr leiknum má nálgast hér.

Deila