Fréttir

Minnibolti stúlkna keppir á Ísafirði um helgina

Körfubolti | 09.10.2014

Nú er allt komið á fullt í körfunni og fyrsta yngriflokkamót vetrarins framundan um helgina. Stelpurnar í minniboltanum fá Ármann og Breiðablik í heimsókn og verður keppt í íþróttahúsinu á Torfnesi. Þrír leikir fara fram á laugardaginn og hefst sá fyrsti kl. 15 en þá mætast KFÍ og Breiðablik. Á sunnudeginum eru einnig þrír leikir sem hefjast með leik KFÍ og Ármanns kl. 9.


Það er mikil spenna í loftinu fyrir leikjum helgarinnar og stelpurnar harðákveðnar í að sækja sigur í sínum fyrstu leikjum á Íslandsmóti. Það verður án efa mikið fjör í íþróttahúsinu þessa tvo daga og við viljum fá sem flesta á leikina til að hvetja flottu stelpurnar okkar. ÁFRAM KFÍ!

Deila