Fréttir

Minningarleikur Þóreyjar Guðmundsdóttur

Körfubolti | 09.04.2010
Mummi, Ella og Þórir við myndina af Þórey.  Bikarinn fyrir 1. deildina kominn í skápinn.
Mummi, Ella og Þórir við myndina af Þórey. Bikarinn fyrir 1. deildina kominn í skápinn.
1 af 5
Eins og áður segir var stillt upp leik þar sem núverandi 10. flokkur lék gegn stúlkum sem æfðu og léku með Þóreyju.  Lék síðasti meistarflokkur 10 mínútur gegn 10. flokki, svo tóku við stúlkur sem æfðu með Þóreyju í yngri flokkum KFÍ.  Fóru leikar þannig að 10. flokkur stúlkna tapaði naumlega enda við margfaldar landsliðskonur að etja í liði þeirra eldri. 

Áhorfendur fjölmenntu og skemmtu sér hið besta og gæddu sér á veitingum sem seldar voru til stuðnings sjóðnum.  Eins bárust mörg myndarleg framlög í sjóðinn og vill minningarjóðurinn þakka kærlega fyrir góðan dag og allan stuðninginn.   Jafnframt minnum við á sjóðinn, enn er tekið við framlögum.
1128-05-250183, 620105-0310.
Deila