Fréttir

Minningarleikurinn um Þóreyju Guðmundsdóttur og páskamótið vel heppnað

Körfubolti | 27.04.2011
Daði Rafn og Elmar Breki minnibolti yngri. Mynd. Ingvi Stígsson / ingvi.stigsson.is
Daði Rafn og Elmar Breki minnibolti yngri. Mynd. Ingvi Stígsson / ingvi.stigsson.is
1 af 6
það var fjöldi fólks sem kom og sáu vel heppnaðan minningarleik um Þóreyju Guðmundsdóttur. Þar voru yngri iðkendur gegn eldri sem öttu kappi og var sérstaklega gaman að sjá nýja stúlkuna stíga sín fyrstu skref (Þórir Guðmundsson) og komst vel frá leiknum sem endaði 201-201 og hafa aðrar eins tölur vart sé dagsins ljós, en það skal þó tekið fram að gefin voru aukastig fyrir fegurð og skemmtilega takta :)

Að leik loknum hófst páskaeggjamót Nóa Siríusar KFÍ og voru þátttakendur um 80. Það var hart barist í öllum flokkum og virkiæega gaman að sjá hve vel er mætt á þennan skemmtilega viðburð. Allir sigurvegarar mótsins fengu vegleg pæaskaegg frá Nóa-Sírius og yngstu "púkarnir" fengu einnig glaðning að loknu móti.

Úrslit mótsins voru sem hér er skrifað:

Sigurður Þórsteinsson og Þórir Guðmundsson sigruðu mfl. flokkinn. 

Haukur Hreinsson, Helgi Snær Bergsteinsson sigruðu 13-15 ára drengir

Eva Kristjánsdóttir, Linda Kristjánsdóttir og Málfríður sigruðu í kvennaflokki

Pétur Tryggvi Pétursson og Kjartan Helgason minnibolti drengja

Sonia Mazur og Hekla Hallgrímsdóttir sigruðu í minnibolta stúlkna

Elmar Breki Baldursson og Daði Rafn Ómarsson  sigruðu  í minnibolta yngri 

Guðni Ólafur Guðnason og Þorsteinn Þráinsson sáu um allt utanumhald og er þeim hér með þökkuð gott og óeigingjarnt starf !

Sjáumst að ári.
Áfram KFÍ Deila