Fréttir

Mirko Stefán Virijevic á leið til KFÍ

Körfubolti | 10.07.2012
Mirko Stefán Virijevic.
Mirko Stefán Virijevic.

Miðherjinn snjalli Mirko Stefán Virijevic (201 cm, 107 kg) hefur samið við KFÍ um að leika með félaginu á næstu leiktíð, en hann gerði garðinn frægann með Snæfell, Breiðablik og Haukum á árunum 2000-2005. Eftir það lagði hann land undir fót og hélt til Þýskalands að spila og kemur nú heim með mikla reynslu í farteskinu sem er dýrmætt fyrir okkar unga lið.

 

Mirko Stefán er, eins og nafnið gefur til kynna, íslenskur ríkisborgari og á að baki einn leik með Íslenska landsliðinu. Koma Mirko Stefáns leysir mikinn vanda fyrir félagið en það sem háði okkur var hæð undir körfunni, en með tilkomu hans er mun auðveldara að smella liði á fjalirnar sem hefur í senn hraða og hæð.

 

Hér er Myndband af Mirko

 

Tölfræði Mirko úr úrvalsdeildinni

Deila