Fréttir

Misstu einbeitinguna í restina og tap aftur

Körfubolti | 22.11.2010
Craig var bestur í kvöld
Craig var bestur í kvöld
Meistaraflokkur KFÍ heldur áfram að tapa og nú gegn spræku liði Fjölnis úr Gravarvogi, lokatölur 103-95. Það var mjög lélegur lokakafli og stórt spurningarmerki dómara í restina sem kláraði okkur í kvöld. Fyrst var Nebojsa rekinn út úr húsi fyrir tvö tæknivíti í röð og var það mjög einkennilegur dómur og svo fékk Craig dæmt á sig óíþróttamannslega villu sem kláraði okkur, Það er ótrúlegt og eru leikmenn KFÍ ekki sáttir við þessa afgreiðslu.  Fjölnir fékk sex vítaköst og boltann tvisvar inn á síðustu einni og hálfri mínútu leiksins og var það nóg til að klára okkur. Við vorum hins vegar klaufar að missa átta stiga forskot þegar um þrjár mínútur voru eftir og því miður er þetta vandamál sem þarf að leysa.

Bestu menn KFÍ voru Craig, Darco og Carl.

Tölfræðin úr leiknum  Deila