Fréttir

Momcilo Latinovic kominn heim

Körfubolti | 14.10.2012
Momci og Chris á leið í heita pottinn á Suðureyri. Mynd: Ingólfur Þorleifsson
Momci og Chris á leið í heita pottinn á Suðureyri. Mynd: Ingólfur Þorleifsson
1 af 2

Á föstudag kom Momcilo loksins heim til Ísafjarðar og er ákaflega ánægður að vera kominn. Hann fór í haust til Boras í Svíþjóð og spilaði þar þrjá leiki á undirbúningstímabilinu með þeim. Þar var hann stigahæstur í öllum leikjunum en Boras ákvað að skirfa ekki undir við hann þar sem drengur frá BNA sem var búinn að gefa afsvar breytti um skoðun og má segja að það hafi verið okkur til happs.

 

Við bindum miklar vonir við drenginn sem er 198 cm á hæð og getur spilað flest allar stöður á vellinum þótt hann sem meira skotbakvörður eða lítill framherji. Hann var í New Mexico Higlands Uni. og útskirfaðist í vor. Mpmcilo byrjar leik gegn Hamri í kvöld og hlakkar mikið til að vera með strákunum.

 

Hann er frá Serbíu og er litli bróðir Marco Latinovic sem spilaði fyrir Þór, Þorlákshöfn í fyrra.

 

Við bjóðum Momci velkominn.

Deila