Fréttir

Mót á Torfnesi fyrir káta krakka í 1.-4. bekk

Körfubolti | 13.03.2015

Á sunnudaginn kemur, 15. mars, heldur KFÍ stutt og skemmtilegt körfuboltamót í íþróttahúsinu á Torfnesi fyrir krakka í 1.-4. bekk grunnskóla. Mótið hefst kl. 10 á sunnudagsmorgun og stendur til 12 á hádegi. Með mótinu lýkur síðara körfuboltatímabil vetrarins í íþróttaskóla HSV og eru því krakkarnir í íþróttaskólanum boðnir sérstaklega velkomnir. Mótið er þó opið öllum áhugasömum börnum á þessum aldri á norðanverðum Vestfjörðum, hvort sem þau hafa áður spreytt sig í körfubolta eða ekki, og lofum við fjöri og góðri skemmtun.

Ekkert þátttökugjald verður innheimt en allir fara heim með verðlaun í mótslok.

Deila