Hinn frábæri vefur Leikbrot.is var að birta í dag myndbrot frá leik ÍR og KFÍ sem fram fór á föstudaginn. Má þar sjá helstu tilþrifin úr leiknum auk viðtals við Ara Gylfason, leikmann KFÍ. Leikbrot.is vefurinn varð til um vorið 2010 og er í dag einn helsti miðlarinn á myndbrotum frá íslenskum körfuknattleik. Forsvarsmaður Leikbrots er Bolvíkingurinn Andri Þór Kristinsson.
Deila