Það er heldur betur reynslubolti sem hefur staðfest komu sína í æfingabúðirnar. Hin serbneska Natasa Andjelic ætlar að miðla þátttakendum af reynslu sinni og þekkingu en hún á að baki 23 ára feril í körfubolta þar sem hún lék með bestu liðum Serbíu auk þess sem hún spilaði á Ítalíu og í Rússlandi. Hún varð Evrópumeistari með Dynamo Moskow árið 2007 og lauk svo ferlinum fyrir fáeinum árum á Kýpur. Í dag rekur Natasja umboðsskrifstofuna IPSA International auk þess sem hún var um tíma framkvæmdastjóri serbneska kvennalandsliðsins.
Deila