Körfubolti | 11.10.2010
Stúka Vestfirðinga lét vel í sér heyra í gærkveldi.
Meistaraflokkur karla sótti Grindavík heim og tapaðist sá leikur eftir harðan slag. Lokatölur 96-87.Hraður og skemmtilegur körfubolti var leikinn hjá báðum liðum í Röstinni, Grindavík það sem, við vorum gestir að þessu sinni. Leikurinn var fjörlegur og vel tekist á. Eftir fyrsta leikhluta vorum við með forskot 23-22.
Annar leikhluti hélt áfram að vera svona spennandi, við náðum á tíma 7 stiga forustu, en Grindvíkingar voru ekki lengi að saxa á og komast upp á hlið okkar og staðan í hálfleik. 54-55 og fjölmargir gestir voru að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Fram að þessu höfðu leikstjórnandi Grindvíkinga og Craig okkar séð gestum fyrir mikilli skemmtun með frábærum töktum, auk þess að fæstir hinna spiluðu hraðan og harðan bolta. Það vakti athygli að dómararnir flautuðu á smá snertingar út á velli, en það mætti flest í bændagímu inn í teig. Þess ber þó að geta að það á við um bæði lið og hagnaðist hvorugt umfram hitt. En áhorfendur voru hissa.
Í þeim þriðja sóttu Grindvíkingar vel á körfu okkar undir með "breyttan jeppa" Ryan Pettinella nokkurn keyrandi yfir menn og mýs og stóð hann sig vel. En hann þarf að halda sig af vítalínunni, þar sem hann er með frekar furðulegt skot. En hann er svakalega duglegur og fór illa með okkur á tíma. Þessi leikhluti endaði 21-15 og staðan þegar lagt var í fjórða og síðasta 75-70 og allt opið.
Síðasti leikhlutinn var ágætlega spennandi og þegar þrjár og hálf mínúta var eftir að leiknum var staða 87-84, en þá misstigum við okkur aðeins og heimamenn gengu á lagið og lönduðu sigri. Lokatöluð 96-87.
Það sem fór með okkur var tveggja stiga nýtingin (30%), gegn 60% heimamanna. Þarna fór leikurinn hjá okkur, en við erum ekkert að gráta það. Það var margt mjög gott og tökum við það og nýtum til næstu leikja. Það slæma úr leiknum var skilið eftir í Grindavík, þegar við vorum búnir að fara yfir mistökin og nú hefst undirbúningur fyrir viðureign gegn ÍR n.k. mánudagskvöldið 18. október heima á Jakanum.
Stig og fráköst. Craig 25 stig (5 frák, 9 stos, 4 stolnir), Edin 21 stig (9 frák), Carl 13 (10 frák), Nebo 10 stig (12 frák), Darco 8 stig (4 frák), Ari 5 stig (6 frák), Pance 5 (1 frák).
Alls ekki slæmur leikur og við á góðri siglingu. Við erum að vísu á árabát, en hann verður breyttur áður en langt um líður.
Deila