Fréttir

Naumt tap gegn ÍR í bikarnum

Körfubolti | 06.12.2009
Uppkast
Uppkast
1 af 8

KFÍ féll úr leik eftir hörkuleik gegn ÍR í bikarnum 86-93.  KFÍ átti í fullu tréi við ÍR-ingana og með smá heppni hefðum við getað stolið sigrinum í restina en ÍR ingar nýttu sér reynslu sína og kláruðu leikinn.

Þetta var fínn leikur hjá KFÍ, sýndu úrvalsdeildarliðinu enga virðingu og að þeir gætu spilað við þá á jafnréttisgrundvelli.  Það var helst gríðarlega góð hittni ÍR-inga sem skildi að í byrjun en svo þegar vörn heimamanna batnaði þá minnkaði munurinn. 


ÍR-ingar byrjuðu mun betur og virtust ætla að kafsigla heimamenn, virtist úrvalsdeildarliðinu vera fyrirmunað að brenna af skotum fyrir utan þriggja stiga línunnar og var nýting þeirra um tíma með eindæmum.  Það virtist engu skipta hver og hvaðan þeir hentu upp sínu skotum, allt fór ofan í. 

KFÍ menn gáfust ekkert upp en voru alltaf þetta 10-15 stigum á eftir, staðan eftir fyrsta fjórðung 21-16 og í hálfleik 39-52.

Í síðari hálfleik hertu heimamenn á vörninni og fóru að stela boltum af ÍR auk þess sem þeir urðu fyrir því áfalli að missa Eirík Önundar og Kristinn Jónasson í stöðunni 65-77 í byrjun 4. leikhluta.  Eiríkur fiskaði ruðning á Pance með þeim afleiðingum að hann flaug með höfuðið á hnéð á Kristni og báðir meiddir útaf í kjölfarið, hann fiskaði þó ruðninginn.  Eiríkur kom ekki meira inn á en Krisinn kom inn á aftur þegar Gunnlaugur Elsu sneri sig á ökkla þegar skammt var eftir.

Í kjölfar þess að ÍR-ingar missa Eirík út af náum við að minnka munin minnst í 3 stig í tvígang þegar skammt var eftir og leikurinn galopinn og í raun eingöngu haukfrá sjón Einars Skarphéðins góðs dómara leiksins sem sá að boltinn rakst í þriggja stiga klukkuna áður en hann fór ofan í sem kom í veg fyrir að við næðum að jafna.  Ekki voru allir áhorfendur sammála Einari þarna en réttur dómur engu að síður og Einar sýndi mikla staðfestu fyrir framan fjölmennan hóp æstra Ísfirðinga á áhorfendapöllunum.

Í næstu sókn á eftir setur Hreggviður niður þrist og munurinn þá orðinn 6 stig og náður Ísfirðingar ekki að ógna almennilega eftir það.

Bestu menn okkar voru Pance og Craig.  Pance var stigahæstur með 29 stig, hitti ágætlega en á það til að taka slæm skot í kjölfar góðra, fer þannig með nýtinguna sýna.  Craig hitti óvenju illa en stal ótal boltum og spilaði vel upp á samherjana, var með einar 9 stoðsendingar.  Matt sá um fráköstin með aðstoð Darco sem fullnýtir villur sínar, engar aulavillur þar.  Þórir var traustur að vanda og er að spila mun betur nú en í fyrra, heilsan orðin betri og árangurinn um leið.  Danni spilaði vel, barðist vel í vörninni, stal nokkrum boltum og var út um allt.  Hjalti átti einnig gríðarlega góðu innkomu og átti stóran þátt í endurkomunni með tveimur þristum og stuttu stökkskoti.  Florijan átti stutta innkomu og stóð sig vel þann tíma sem hann fékk.


Allt liðið átti sem sagt góðan leik og allir skiluðu framlagi hvort sem var í skorun, fráköstum eða varnarnleik.

Góðir dómarar leiksins voru Einar Skarphéðinsson og Davíð Hreiðarsson

Tölfræði leiksins

Deila