Stelpurnar töpuðu á móti Breiðablik með einungis 3 stigum í gær. Leikurinn byrjaði vel hjá okkar liði og voru stelpunar að spila mjög góða vörn og bolti gekk vel í sókninni. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 8 - 4 fyrir okkur. Í öðrum leikhluta héldu stelpunar áfram að leggja sig fram og staðan var 14 - 6 í hálfleik. Í þriðja leikhluta komst Breiðablik inn í leikinn og komst í 19 - 14 en þá stigu stelpunar upp og náðu með góðum kafla að komast í 24 - 19 og þriðji leikhluti á enda. Í þeim fjórða misstum við trúna á því að geta unnið leikinn og Breiðablik vann um forskotið okkar jafnt og þétt og hafði sigur að lokum 35 - 32. Stelpunar okkar lögðu allt sitt í þetta og merkja má framför í leik þeirra. Stigaskor var eftirfarandi Eva 23. Lilja 4, Rósa 4 og Lovísa 1.
Deila