Fyrsti leikurinn í umspilinu um sæti í IE deildinni var í kvöld í Grindavík. Úr varð hörkuleikur það sem Grindavík fór með sigur af hólmi, lokatölur 54-51. Við getum hefnt ófaranna á mánudagskvöldið n.k. 26 mars og hefst leikurinn kl.19.15 og viljum við sjá fullt hús, en frítt er inn á á leikinn í boði Klofnings, þess ótrúlega stuðningsaðila okkar og er von okkar að Jakinn verði þétt setinn af stuðningfólki okkar. Stelpurnar ætla að hefna ófaranna og vilja fá sem flesta með sér !!!!
Stelpurnar voru rosalega góðar í kvöld og börðust um alla lausa bolta, en þær lentu 10 stigum undir í seinni hálfleik en með margnaðri baráttu komu þær til baka og var mikil stemning í Grindavík og góð skilaboð fyrir seinni viðureignina eftir helgina. Ef við förum með sigur í þeim leik er hreinn úrslitaleikur á miðvikudagskvöldið í Grindavík og þangað ætla stelpurnar að fara.
Stig KFÍ. Svandís 18 stig, 6 fráköst. Eva Kristjánsdóttir 13 stig (3/4 í þristum). Sólveig 8 stig, 13 fráköst. Hafdís 4 stig, 4 fráköst . Vera 4 stig, 3 fráköst. Anna Fía 4 stig, 4 fráköst.
Deila