Fréttir

Nemanja Knezevic endurnýjar samning sinn við Vestra

Körfubolti | 17.07.2021
Fyrirliðinn Nemanja Knezevic tekur við viðurkenningu úr hendi Hannesar formanns KKÍ þegar Vestri tryggði sæti í úrvalsdeildinni. Ljósmynd: Anna Ingimars.
Fyrirliðinn Nemanja Knezevic tekur við viðurkenningu úr hendi Hannesar formanns KKÍ þegar Vestri tryggði sæti í úrvalsdeildinni. Ljósmynd: Anna Ingimars.

Miðherjinn Nemanja Knezevic hefur endurnýjað samning sinn við Vestra og tekur því slaginn með liðinu í úrvalsdeild á komandi tímabili.

Nemanja þarf vart að kynna fyrir stuðningsfólki Vestra. Hann hefur verið lykilmaður í liðinu allt frá árinu 2017 þegar hann settist að á Ísafirði ásamt eiginkonu sinni. Á þessum tíma hefur hann leikið frábærlega með liðinu og iðulega verið meðal framlagahæstu leikmanna 1. deildar og oftar en ekki frákastahæstur. Það verður því sérstaklega gaman að sjá hann á stóra sviðinu í úrvalsdeildinn á komandi leiktíð.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra lýsir yfir ánægju með samninginn og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Nemanja á komandi tímabili. Nú er unnið hörðum höndum að því að undirbúa liðið undir þá áskorun sem sæti í úrvalsdeild er. Þessi samningur er mikilvægur liður í því ferli.

Áfram Vestri!

Deila