Fréttir

Níu flokkar á mót í vetur

Körfubolti | 14.09.2011
Stelpurnar verða í eldlínunni í vetur
Stelpurnar verða í eldlínunni í vetur

Á keppnistímabilinu sem senn hefst hjá körfuboltanum hjá KKÍ mun KFÍ senda níu flokka á mót. Þetta eru frábærar fréttir og er mikil tilhlökkun hjá félaginu.

 

Á fundi sem haldin var á mánudagskvöldið s.l. var ráðist í skipulagningu vetrarins með unglingaráði og þjálfurum félagsins. Þar var ákveðið að taka þátt í mótum á vegum KKÍ en um er að ræða bikarkeppni og Íslandsmót ásamt föstum helgarmótum á vegum félaga fyrir sunnan s.s. Nettómótið og Póstmótið.

 

Einnig var ákveðið að stefna að keppni í Vestfjarðamóti og er undirbúningur þess á fullu fyrir yngri flokkana.

 

Nánar verður skýrt frá þessu þegar dagskrá er klár frá KKí og munum við setja þetta á síðuna um leið og við fáum frekari upplýsingar.

Deila