Fréttir

Nóg að gera um helgina hér heima

Körfubolti | 22.03.2012
þeir verða í búning á laugardag :)
þeir verða í búning á laugardag :)

Það er nóg að gera um helgina hjá KFÍ. Unglingaflokkur og 7.flokkur stúlkna keppa á Jakanum og eru leikir þeirra á laugardag og sunnudag.

 

Unglingaflokkur KFÍ keppir gegn KR og er leikurinn kl. 12.00 laugardag.

 

7.flokkur stúlkna keppir hér heima gegn Kormák, Herði og Val. og hefjast leikar kl. 17.00 á laugardag og standa yfir til kl. 19.00 um kvöldið.

 

Hafist er síðan handa kl. 09.00 á sunnudag og lýkur fjölliðamótinu kl. 13.00 á sunnudag.

 

10. flokkur stúlkna er síðan að leika í Keflavík í A-riðli á laugardag og sunnudag.

 

Meistaraflokkur kvenna spila gegn Grindavík á laugardagskvöldið í úrslitakeppni 1. deildar, leikur hefst kl. 18.15.  Það lið sem fyrr er til að vinna 2 leiki kemst upp í úrvalsdeild.

 

Svo eru drengirnir í Minnibolti eldri drengja að fara til Borgarness að keppa á laugardag, þannig að nóg er um að vera á stóru heimili.

 

Við hvetjum alla til að koma og hvetja strákana og stelpurar áfram og er rjúkandi kaffi og með því í sjoppunni og skemmtilegt fólk til viðtals.

 

Áfram KFÍ

Deila