Fréttir

Nú er talið niður í búðirnar

Körfubolti | 04.06.2012
Jón Arnór  og Hlynur eru á leiðinni
Jón Arnór og Hlynur eru á leiðinni

Það hefur ekki gerst áður hjá okkur að allt gistrými er fullt og metaðsókn er í búðirnar hjá okkur. Þetta eru frábærar fréttir en allt frá því að við hófum þetta 2009 reyndum við að koma með "útlönd" heim og það er aldeilis að takast. Þjálfarar og gestir okkar eru að týnast í hlað á miðvikudag og þá hefst fjörið.Við munum vera með fréttir á hverjum degi með myndum til að foreldrar og vinir geti fylgst með.

 

Búið er að ganga frá heimavistinni hjá okkur, kaupa kjúlla, fisk, ávexti og með því og eru sjálfboðaliðar okkar að skrifa sig á vaktir. Um 50 manns koma að þessum búðum og erum við þakklát fyrir þá óeigingjörnu vinnu sem það er til að leggja a sig. Það er meira en að segja a halda út svona batteríi og eru þó nokkrir að taka út sumarfrí til að vinna fyrir okkur. Svo væri ekki hægt að gera þetta nema að hafa Ísafjarðarbæ, Menntaskólann á Ísafirði og sérstaklega starfsfólk íþróttahússins á Torfnesi með okkur.

 

Við byrjum kl. 10.00 í fyrramálið 6.júní, en fólk er að týnast inn allan daginn og munu engir missa af neinu, við sjáum til þess. Dagskrá mun verða sett saman á morgun þegar þjálfarar eru búnir að velja í hópa. Nú er bara að bretta upp ermar og taka á því :) Svo verða allir komnir á fullt um kvöldið og næstu daga !

 

Við hvetjum sem flesta til að kíkja í búðirnar hjá okkur og sjá efnivið framtíðarinnar að leik og ekki er úr vegi að sjá þjálfarana sem koma að þessu með okkur að störfum. Þar er samankomið frábær mannskapur sem leggur mikið á sig til að koma hingað.

 

Einnig erum við þakklát þeim Jakobi Sig, Jón Arnóri, Hlyn Bærings, Heiðrúnu H. og Sigrúnu Á. að koma og hjálpa okkur. Það er ekki dónalegt að eiga svo fólk að.

 

Áfram körfubolti.

Deila