Fréttir

Ný stjórn Körfuknattleiksdeildar

Körfubolti | 15.05.2017
Frá aðalfundi Kkd. Vestra.
Frá aðalfundi Kkd. Vestra.

Síðastliðinn sunnudag var aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra haldinn á Hótel Ísafirði. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Formaður deildarinnar Ingólfur Þorleifsson og formaður Barna- og unglingaráðs Birna Lárusdóttir fóru yfir starf deildarinnar auk þess sem Sveinn Rúnar Júlíusson fór yfir ársreikning. Ingólfur Þorleifsson var endurkjörinn formaður en auk hans var Birna Lárusdóttir endurkjörin í stjórn ásamt Sveini Rúnari Júlíussyni sem starfað hefur með stjórninni frá því síðsumars 2016. Fyrir í stjórninni voru þeir Birgir Örn Birgisson og Ingi Björn Guðnason. Í varastjórn voru kosin þau Guðmundur Einarsson, Harpa Guðmundsdóttir og Magnús Heimisson.

Deila