Fréttir

Ný stjórn Körfuknattleiksdeildar

Körfubolti | 22.04.2022

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra var haldinn þriðjudaginn 12. apríl síðastliðinn. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt reglugerð deildarinnar.

Á fundinum kom fram tillaga um að fresta afgreiðslu ársreiknings og verður boðað til aukaaðlafundar á næstu dögum til að afgreiða ársreikning og fjárhagsáætlun.

Nýr formaður var kjörinn Neil Shiran Þórisson, en hann hefur áður gengt embætti formanns KFÍ og er því öllum hnútum kunnugur hvað deildina varðar. Aðrir stjórnarmenn sem kjörnir voru á fundinum eru, Baldur Ingi Jónasson og Baldur Smári Einarsson. Fyrir í stjórn voru þeir Páll Brynjar Pálsson og Stígur Berg Sophusson, sem kjörnir voru á aðalfundi 2021. Einnig voru þrír einstaklingar kjörnir í varastjórn, þau Guðrún Harpa Guðmundsdóttir, Jakob Tryggvason og Þórir Guðmundsson, formaður Barna- og unglingaráðs.

Önnur tíðindi af fundinum eru þau að Ingólfur Þorleifsson, formaður lét af störfum eftir aldarfjórðungs störf í þágu körfuboltans á Ísafirði. Einnig gengu úr stjórn þau Birna Lárusdóttir, sem setið hefur í stjórn frá árinu 2010, auk þess að gegna starfi formanns Barna- og unglingaráðs lengst af, Ingi Björn Guðnason sem starfað hefur í stjórn frá árinu 2014 og Þóranna Þórarinsdóttir sem kom inn í stjórnar á síðasta ári. Er þeim öllum þakkað kærlega fyrir sín störf í gegnum árin.

Deila