Fréttir

Nýir körfuboltar í Árbæ

Körfubolti | 07.06.2017
Gunnar Hallsson og Yngvi Gunnlaugsson við afhendingu boltanna.
Gunnar Hallsson og Yngvi Gunnlaugsson við afhendingu boltanna.

Körfuknattleiksdeild Vestra, í samstarfi við Nettó á Ísafirði, færði Íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík 20 körfubolta á dögunum. Tilefnið er sú mikla velvild sem körfuknattleiksdeildin hefur notið af hálfu Bolungarvíkurkaupstaðar og sér í lagi starfsfólks íþróttamiðstöðvarinnar. Boltarnir munu án efa koma að góðum notum enda iðka ófáir bolvískir krakkar körfubolta með Vestra.

Það var Yngvi Gunnlaugsson, yfirþjálfari körfuknattleiksdeildarinnar sem afhenti Gunnari Hallssyni boltana fyrir hönd Kkd. Vestra og Nettó. Yngvi þakkaði Gunnari og hans starfólki fyrir gott samstarf og lýsti yfir tilhlökkun með áframhald þess. „Án þeirrar góðvildar og góða viðmóts sem við fáum frá Bolvíkingum verður að viðurkennast að erfitt væri að halda úti jafn blómlegri starfsemi og raun ber vitni innan okkar vébanda“, sagði Yngvi að lokum.

Deila