Fréttir

Nýr maður í hópinn

Körfubolti | 19.07.2011
Jón Hrafn er greinilega ánægður með að vera kominn vestur
Jón Hrafn er greinilega ánægður með að vera kominn vestur

Um helgina bættist nýr liðsmaður í hópinn.  Jón Hrafn Baldvinsson spilaði með Laugdælum í vetur og ætti því að kannast við Pétur þjálfara.  Jón sem spilar undir körfunni skilaði 14,6 stigum í leik í fyrstu deildinni og tók 6,7 fráköst. 

 

Jón mun klárlega styrkja okkur í baráttunni í vetur og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í hópinn.

Deila