Fréttir

Nýr þjálfari KFÍ

Körfubolti | 15.04.2010
Bob Jerome
Bob Jerome "BJ" Aldridge
Stjórn KFÍ hefur ákveðið að semja við Bob Jerome Aldridge  (BJ)  til að taka við þjálfun meistarflokks karla KFÍ,  auk þess mun hann verða yfirþjálfari yngri flokka félagsins og þjálfa drengjaflokk.  BJ er 31 árs Bandaríkjamaður sem hefur reynslu af þjálfun í háskólaboltanum í bandaríkjunum.  Sem stendur er hann að ljúka störfum við Ashland háskóla sem aðstoðarþjálfari.

Hann hefur reynslu af því að þjálfa upp unga leikmenn og hefur aðstoðað marga leikmenn við að þróa og þroska leik sinn.  Hann hefur unnið titla með liðum sem hann hefur þjálfað, hjá Southern Indiana Generals sem aðalþjálfari og sem aðstoðarþjálfari hjá Georgetown College.  Hann hefur þróað körfuboltabúðir fyrir 110 lið og 957 leikmenn og hefur skipulagt viðburði og fjáraflanir fyrir þau lið og háskóla sem hann hefur starfað fyrir.  Auk þess að hafa víðtæka reynslu sem körfuboltaþjálfari hefur BJ meistaragráðu í íþróttastjórnun og  íþróttakennaragráðu.  Hann lítur á KFÍ sem tækifæri til að öðlast reynslu sem aðalþjálfari fyrir utan Bandaríkin og hlakkar til þeirra áskorana sem KFÍ stendur frammi fyrir í keppni meðal hinna bestu.

Með vali sínu á þjálfara leggur KFÍ áherslu á áframhaldandi uppbyggingu yngri leikmanna liðsins og horfir til þeirrar hugmyndafræði sem notast er við þjálfum leikmanna á menntaskólastigi og á háskólastigi í Bandaríkjunum.

BJ er væntanlegur til landsins í byrjun ágúst.

Nánari upplýsingar um BJ (á ensku) er að finna á eftirfarandi hér.

Kveðja,

Stjórn KFÍ
Deila