Það var sama upp á teningum í kvöld eins í síðasta leik okkar gegn Snæfell. Fyrsti leikhluti heimamanna og staðan að honum loknum 26-15 og Hólmarar að fá of opin skot og lítið um "contact" hjá okkur.
Annar leikhluti var ögn skárri þrátt fyrir að heimamenn hafi komist 20 stigum yfir, þá hsysjuðu við upp buxurnar og komum til baka, unnun leikhlutann 19-21 og staðan í hálfleik 47-36.
Aftur fengu þeir fyrstu skoyin og er óhætt að segja að leikurinn hafi farið þarna. Hólmarar tóku hlutann 37-25 og við plasti ormahreinsun að hætti Hólmara, en sem betur fer sýndum við karakter og tókum þann fjórða og síðasta 26-34 og smá plástur á annars lélegum leik þar sem Snæfell tók okkur 49-31 í fráköstum sem er barasta bull.
Góðu fréttirnar eru þær að Kristján Pétur spilaði sinn fyrsta leik og skilaði sínu með 16 stig og 50% fyrir utan þriggja. Mirco var seigur og skilaði 17 stigum og 9 fráköstum. BJ sýndi líf, og var með 20 stig og 40% í þriggja. Momci er okkar bresti maður í dag. Hann skilaði 28 stigum 75% +i þriggja og 100% í vítum ásamt því að hrifsa 7 fráköst. Ungu strákarnir stóðu fyrir sínu þó þeir ahfi ekki allir sett stig, og var Leó með 3 stig og 2 fráköst og 50% í þriggja. Pance fann sig ekki í kvöld og CMW er gjörsamlea týndur með 6 stig og 3 fráköst. Það er nú þannig í þessum bolta að það gerir þetta enginn fyrir þig.
Hólmararnir voru/eru með fantagott lið og verða ofarlega. Þeir spila sem ein heild og eru að dreyfa stigaskorinu vel.og voru sjö þeirra með 6 stig eða meira sem segir margt. Ennfremur fara þeir í öll fráköst og er það mat ritara að mun meiri möguleiki sé að ná þeim þannig.
Nú er að gíra sig upp fyrir leikinn gegn Hamar annað kvöld í Lengjubikarnum. Þeir eru komnir af stað og tóku meðal annars KR á heimavelli síðast. Við erum þó vonandi klárir þótt spilaðir séu tveir leikir á einum sólarhring. Það er bara verkefni.
Áfram KFÍ
Deila