Fréttir

Orkubú Vestfjarða styrkir samstarf KFÍ og HSS

Körfubolti | 08.02.2016
Frá afhendingu samfélagsstyrkja OV á miðvikudag. Kristján Haraldsson orkubússtjóri fyrir miðju ásamt fulltrúum ýmissa félagasamtaka á norðanverðum Vestfjörðum sem hlutu styrki að þessu sinni.
Frá afhendingu samfélagsstyrkja OV á miðvikudag. Kristján Haraldsson orkubússtjóri fyrir miðju ásamt fulltrúum ýmissa félagasamtaka á norðanverðum Vestfjörðum sem hlutu styrki að þessu sinni.

Síðastliðinn miðvikudag veitti Orkubú Vestfjarða sína árlega samfélagsstyrki og hlutu Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar (Vestri) og Héraðssamband Strandamanna sameiginlegan styrk að upphæð 150.000 krónur. Styrkurinn er veittur til samstarfsverkefnis félaganna í yngri flokkum körfunnar en drengir af Ströndum hafa leikið með tveimur flokkum KFÍ í vetur, annarsvegar 8. flokki og hinsvegar 10. flokki.

 

Birna Lárusdóttir, formaður barna- og unglingaráðs KFÍ, veitti styrknum viðtöku við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum Orkubúsins að Stakkanesi á Ísafirði. Það var Kristján Haraldsson, orkubússtjóri, sem afhenti styrkina en alls bárust 57 umsóknir í sjóðinn.  Að þessu sinni var veittur 31 styrkur samtals að upphæð þrjár milljónir króna.

 

Þetta er í þriðja sinn sem yngri flokkar KFÍ hljóta samfélagsstyrk OV og hafa styrkirnir komið sér afar vel fyrir rekstur yngri flokka félagsins. Er Orkubúi Vestfjarða færðar bestu þakkir fyrir þennan mikilvægan stuðning.

Deila