Fréttir

Orkubúið áfram bakhjarl körfunnar

Körfubolti | 29.12.2021
Elías Jónatansson, Orkubússtjóri og Ingi Björn Guðnason, ritari Körfuknattleiksdeildar Vestra við undirritun samningsins.
Elías Jónatansson, Orkubússtjóri og Ingi Björn Guðnason, ritari Körfuknattleiksdeildar Vestra við undirritun samningsins.

Á milli hátíðanna endurnýjuðu Orkubú Vestfjarða og Körfuknattleiksdeild Vestra samstarfssamning sinn. Orkubúið hefur um árabil verið meðal helstu bakhjarla körfunnar á Ísafirði og er afar ánægjulegt að þetta góða samstarf haldi áfram.

Orkubú Vestfjarða er einn af hornsteinum vestfirsks samfélags. Fyrirtækið býr að áratuga reynslu við virkjun vatnsafls, jarðhita og dreifingu og sölu raforku.

Það voru þeir Elías Jónasson, Orkubússtjóri og Ingi Björn Guðnason, ritari Körfuknattleiksdeildar Vestra sem undirrituðu samninginn.

Deila