Það var rétt í byrjun leiks að Hamar stóð í hárinu á KFÍ og var eins í síðasta leik hjá heimamönnum eins og menn væru enn að koma beint úr fleti sínu til leiks. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og Hamar með Lalla Jón sem þjálfara lætur ekki segja sér tvisvar að sækja fast. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 12-10 og ekki neitt í gangi eiginlega, en Hamar að spila ágætlega. Hjá KFí var Momci að sýna að hann er kominn til að vera og var með fína innkomu.
Annar leikhluti var svipaður og KFí aldrei að rífa langt frá drengjunum hans Lalla Staðan í hálfleik var 34-28 og Pétur fór með þrusu ræðu í hálfleik.