Fréttir

Öruggt í kvöld gegn Hamri

Körfubolti | 14.10.2012
Momcilo var flottur í sínum fyrsta leik. Mynd Halldór Sv. BB.is
Momcilo var flottur í sínum fyrsta leik. Mynd Halldór Sv. BB.is
1 af 3

Það var rétt í byrjun leiks að Hamar stóð í hárinu á KFÍ og var eins í síðasta leik hjá heimamönnum eins og menn væru enn að koma beint úr fleti sínu til leiks. Það kann aldrei góðri lukku að stýra og Hamar með Lalla Jón sem þjálfara lætur ekki segja sér tvisvar að sækja fast. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 12-10 og ekki neitt í gangi eiginlega, en Hamar að spila ágætlega. Hjá KFí var Momci að sýna að hann er kominn til að vera og var með fína innkomu.

 

Annar leikhluti var svipaður og KFí aldrei að rífa langt frá drengjunum hans Lalla Staðan í hálfleik var 34-28 og Pétur fór með þrusu ræðu í hálfleik.

 

Í þriðja leikhluta skildu leiðir. Ræða Pétur virkaði og KFÍ tóku þann þriðja 33-17 og KFÍ tók öll völdin. Þar voru allir að leggja í púkkið og Stebbi Diego enn og aftur að sýna fína takta. Pance og BJ voru líka traustir ásamt Chris. Leó og Gummi eru að komast inn í leikinn og bekkruinn að verða dýpri sem eru góðar fréttir
KFÍ drengir silgdu þessum svo örugglega í höfnina umtöluðu og lokatölur 90-64 þar sem leikmenn beggja liða fengu allir að koma inn á og stóðu sig ágætlega.
Hjá Hamar var Jerry Lewis stigahæstu með 15 stig, en næstu þar á eftir var Örn Sigurðar með 8 stig. Gaman var að sjá baráttuna hjá Hamarsstrákunum og verða þeir fínir í vetur. Halldór Gunnar var meiddur og munar um minna þar.
Hjá KFÍ var Momcilo með 19 stig og fyrsti leikur hjá stráknum lofar góðu. Chris var með 18, BJ 17 og og Pance 13.
Deila