Fréttir

Öruggur sigur á Ármann í kvöld

Körfubolti | 04.11.2011
Flottir í kvöld strákarnir
Flottir í kvöld strákarnir

Strákarnir hoppuðu upp í flug kl. 17.40 og fóru í góða flugferð sem endaði með örrugum 112-88 sigri á Ármann í kvöld. Chris Miller-Williams fór á kostum og var stigahæstur okkar manna með 36 stig, 8 fráköst (vantar upp á tölfræðina þar) og flottar troðslur. Ari Gylfa heldur áfram að spila frábærlega var með 24 stig og góða nýtingu. Craig kom næstur með 17 stig og stjórnaði eins og herforingi. Siggi Haff var með 13 stig og átti toppleik. Jón Hrafn var með 6, Kristján Pétur 5, Sævar 4 stig, Sigmundur, Hlynur og Hermann settu 2 stig og Jón Kristinn var með 1 stig.

 

Sem sagt. Flott ferð, Pétur leyfði öllum að spila og liðsheildin murraði þetta vel. Nú er að fljúga heim og búa sig undir leik gegn Fjölni á sunnudagskvöld, nema unglingaflokkur sem leikur gegn Breiðablik á morgun kl. 14.00 í Smáranum í Kópavogi.

 

Hér má sjá Myndir sem Tomasz Kolodziejski tók fyrir Karfan.is

Allir biðja að heilsa.

Deila