Fréttir

Öruggur sigur gegn Hamar í Lengjubikarnum

Körfubolti | 13.09.2013
Liðsheild inna sem utan vallar skapar sigra
Liðsheild inna sem utan vallar skapar sigra

Strákarnir í KFÍ lögðu af stað suður að keppa í Lengubikarnum og er tveir leikir á dagskrá. Sá fyrri gegn Hamar í Hveragerði og sá síðari gegn Stjörnunni á sunndudagskvöld kl.19.15 í Ásgarði, Garðabæ.

 

Nú rétt í þessu var að ljúka leik okkar gegn Hamar og unnum við öruggan sigur þar. Biggi þjálfari sagði við okkur í símann að allir hafi staðið sig vel og allir fengu að spreyta sig í leiknum. Afmælisbarnið Jason Smith var í stuði og með frábæran leik og fékk 44 í framlagsstuðul. 

 

Stig okkar drengja:

Jason 34 stig (6 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolnir), Ágúst 25 stig (8 fráköst), Mirko 12 stig (13 fráköst), Jón Hrafn 7 stig (13 fráköst), Pavle 7 stig, Hraunar 5 stig (2 fráköst), Björgvin 4 stig (2 fráköst),  Jón Kristinn 2 stig, Leó 2 stig (4 fráköst, 3 stoðsendingar), Jó skoraði ekki en stóð sig vel með annars 2 varin skot en var full frískur í vörninni og nýtti allar villunrar sínar 5 :)

 

Nú er hvíld en svo æfing á morgun og leikur á sunnudag gegn Stjörnunni í Ásgarði.

 

Áfram KFÍ

Deila