Hið árlega páskaeggjamót Vestra og Góu körfubolta fer fram venju samkvæmt á skírdag. Hefst það kl. 10.30.
Yngri iðkendur hefja leik kl. 10.30 en fullorðnir kl. 12.00. Keppendur hvattir til að mæta tímanlega.
Þátttökugjaldið það sama og venjulega eða
kr. 1000 á mann í elstu flokkum
kr. 500 í yngri flokkum
kr. 0 fyrir iðkendur 16 ára og yngri hjá Kkd. Vestra
Reglur í mótinu:
Stefnt er að keppni í eftirfarandi flokkum
16 ára og eldri karla
16 ára og eldri kvenna
13-15 ára drengir
13-15 ára stúlkur
11-12 ára drengir(minnibolti, 5. og 6. bekkur)
11-12 ára stúlkur(minnibolti, 5. og 6. bekkur)
9 - 10 ára , (3. og 4. bekkur)
Ekki opið fyrir 2. bekk og yngri sökum fjöldatakmarkana.
Heimilt að vera með blönduð lið
Heimilt fyrir yngri en 16 að keppa í fullorðinsflokki
Reglur í mótinu:
Mótstjórn hefur óskorað vald til breytinga á flokkum, fer eftir skráningum hvernig endanleg skipting verður. Skráning fer fram á mótsstað.
Í elsta flokki er óheimilt að manna lið 2 meistaraflokksmönnum, meistaraflokksmaður telst sá sem spilaði meira en 40 mínútur samtals með liði sínu í 1.deild og ofar skv. tölfræðisíðu KKÍ í vetur.
Spilað í 5 mínútur, sóknin dæmir. Lið skiptast á að vera í sókn(ekki make it take it). Verði lið jöfn í leikslok þá ráðast úrslit í vítakeppni.
Vítakeppni fer þannig fram að einn fultrúi úr hvoru liði tekur víti. Ef jafnt eftir fyrstu umferð þá er komið að næsta leikmanni. Ef lið inniheldur 3 leikmenn þá er komið að honum, svo koll af kolli þar til úrslit fást.
Gleðilega Páska og áfram Vestri
Deila