KFÍ hefur komist að samkomulagi við ungan leikstjórnanda frá Serbíu að nafni Pavle Veljkovic um að koma og spila með félaginu í vetur. Þetta er strákur fæddur ´92 og kemur hingað með Mirko og Jason í næstu viku. Þetta er enn ein viðbótin í hóp KFÍ og fögnum við þessu mjög. Nú fer að styttast í að tímabilið byrji og verður frétt um liðið og tímabilið sett inn á sunnudaginn þar sem við kynnum það sem framundan er. En það er búið að setja inn leikina hjá KFÍ í Lengjubikarnum inn hér til hægri á síðunni og byrjum við keppni hér heima n.k. föstudagskvöld 6 .september með leik gegn Stjörnunni.
Hér er myndband af Pavle
Áfram KFÍ
Deila