Fréttir

Pétur Már á leið til Kína

Körfubolti | 06.09.2011
Pétur á leið til Kína
Pétur á leið til Kína

Okkar ástsæli þjálfari Pétrur Már Sigurðsson er að leggja í mikið ferðalag með íslenska landsliði karla til Kína sem mun leika þar í boði heimamanna. Kinverjarnir buðu KKÍ að senda landslið okkar þangað til að spila æfingaleiki og borga allan kostnað við ferðina sem mun taka viku. Pétur er aðstoðarþjálfari landsliðs KKÍ og er þetta einstakt tækifæri á að sjá þetta stórbrotna land. Það má áætla að ferðalagið þangað og til baka taki um 64 tíma. Þess má geta að Ísfirðingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson er í liðinu þannig að Ísfirðingar eiga smá í landsliðinu.

 

Við sendum Pétri góðar ferðakveðjur og segjum áfram Ísland.

Deila