Fréttir

Pétur Már kveður í vor

Körfubolti | 19.03.2013

Stjórn Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar og Pétur Már Sigurðsson, yfirþjálfari félagsins, hafa komist að samkomulagi um að endurnýja ekki samstarfssamning sín á milli en samningurinn rennur út í lok apríl. Pétur Már tók við yfirþjálfarastöðu félagsins fyrir tveimur árum og þótt gengi félagsins hafi verið með ágætum síðustu tvö ár eru aðilar sammála um að nú sé rétti tíminn til breytinga.

Leiktímabil beggja meistaraflokka félagsins eru yfirstaðin en æfingar og mót yngri flokka eru enn í fullum gangi og mun Pétur sinna verkefnum þeim tengdum út samningstímabilið. Stjórn og yfirþjálfari eru samstíga í því að tilkynna þessar fyrirhuguðu breytingar með góðum fyrirvara þar sem undirbúningur fyrir leiktímabil næsta vetrar er þegar hafinn.

 

Stjórn KFÍ vill þakka Pétri Má störf hans í þágu félagsins og óskar honum alls velfarnaðar í nýjum verkefnum.



Deila