Athugið, breyttur leiktími þar sem leiknum var frestað vegna veðurs. KFÍ mætir úrvalsdeildarliðinu Þór frá Þorlákshöfn í 32-liða úrslitum Powerade bikarsins hér heima mánudaginn 3. nóvember kl. 19.15. Þórsarar hafa á að skipa sterku liði og sitja sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með þrjá sigra og eitt tap. Þetta verður því verðugt verkefni fyrir okkar stráka.
Kveikt verður á Muurikka pönnunni og hamborgarar steiktir í svanga gesti kl. 18:30 svo það er óþarfi að eyða tíma í að elda kvöldmat á sunnudaginn.
Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta á Torfnesið geta að sjálfsögðu fylgst með leiknum í beinni á KFÍ-TV.
Hvetjum alla til að mæta á sunnudaginn!
Deila