Fréttir

Richard McNutt til KFÍ

Körfubolti | 03.01.2011
Richard McNutt
Richard McNutt
Miðherji er kominn til liðs við KFÍ. Pilturinn heitir Richard McNutt. Richard er 203 cm. á hæð og 107 kg.  og spilaði hjá Mt. Aloysius Collage í Pennselvaníu BNA. Þar útskrifaðist hann í vor og var síðan ráðinn til Sheffield Sharks í Bretlandi í september, en spilaði lítið vegna veikinda sem hrjáðu hann. Nú er kappinn hress og klár og er kominn á Jakann, og bjóðum við hann velkominn í KFÍ. Deila